Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

föstudagur, janúar 31
 
Og það nýjasta í fréttum frá Bandaríkjunum Norður Ameríku: Bush er á leiðinni í stríð. Bush ætlar að bjarga Afríku frá eyðni með því að eyða milljörðum bandaríkjadala í að kenna fólki að "Safe sex is no sex" og henda peningum í hinar svokölluðu "faith-based initiatives". Og á sama tíma eru þrír unglingsstrákar frá Long Island handteknir fyrir að grafa upp þrjár beinagrindur úr kirkjugarðinum í nágrenninu þeirra, klæða þær í nýjustu tísku og taka þær með sér í partí. Viva l'America!

13:52

(0) comments
 
Já, og bóksafnið í Kólumbíu er búið að henda mér út. Kemur í ljós að bók sem ég er BÚIN að skila er ennþá skráð á mig. Reyndar eru það þrjár bækur. Ég er mjög bleugh yfir þessu. Fór sjálf í hillurnar og fann eina af þessum þrem bókum en ekki hinar. Ég hata bókasöfn og gleymi því conveniently að ég vann sjálf á bókasafni í fjögur ár. Og á líklegast eftir að vinna á bókasafni næsta sumar.

13:34

(0) comments
 
Brother Rick just came and fixed my cable. Ekki nóg með að hann lagaði kapaltenginguna, heldur talaði hann lengi við mig um guð. Ég gleymi því alltaf að ég á ekki að segja "Nei" þegar ég fæ spurninguna "Do you believe in God?" N-orðið hefur ollið því að ég hef lent í mörgum súrum samræðum um guð og af hverju við erum hérna (Darwin didn't give us no eyes to see. Evolution didn't give us no legs to walk. Why are we not burned by the sun? Why don't the waters flow over the earth?) The answer... you guessed it.

Já, og Brother Rick hefur aldrei heyrt um Ísland. Hann spurði mig hvort við gengum í svörtu og hyldum andlit okkar. I was desolate to respond að við gengum í gallabuxum og horfðum á MTV. Hann var einnig ekki mjög hress að Time Warner Cable væri ekki búinn að taka yfir Ísland. Sagði mér að Landssíminn gæti alls ekki gert eins gott starf og þetta stórfyrirtæki. Hmmmm. Reyndar verð ég að viðurkenna að TWC er mjög duglegt að laga dót hjá mér og senda ókeypis viðgerðarmenn þegar ég þarf á þeim að halda. Thank you Brother Rick.

13:16

(0) comments fimmtudagur, janúar 30
 
Time Warner Cable sucks. My internet connection is down again. Sigh.

17:58

(0) comments mánudagur, janúar 27
 
Og ég var bara að grínast. Lukács er ekki þýskur. Hann er auðvitað, eins og alþjóð veit, ungverskur...

19:59

(0) comments
 
Grey Said. Hann er greinilega mjög veikur. Andlit hans ber merki þess að hafa horast niður skyndilega og hann stoppaði reglulega til að anda djúpt þegar hann var að tala. Orðrómurinn í deildinni hvíslar að hann eigi líklegast ekki eftir að geta klárað málstofuna. But he's a living legend. Einhvern tímann ætla ég að geta gert það sem hann gerir: "In this class we are going to be approaching the novel from three standpoints: Lukács, Watt and Brynhildur."

19:55

(0) comments
 
Ég er loksins búin með Theory of the Novel. Það tók mig aðeins átta klukkustundir að fara í gegnum 150 blaðsíður (gisp). Og, ég get með sanni sagt, að þetta voru átta klukkustundir sem ég á alltaf eftir að sjá eftir. Það er ekki eins og ég er stolt af að komast í gegnum þessa alls gagnslausu bók. TotN (as I have affectionately dubbed it) er gamaldags, úreld, leiðinleg, illa skrifuð þvæla. Þetta er ein af fáum bókum sem ég, bókaormurinn langi, segi hiklaust að enginn þurfi að lesa nokkurn tímann aftur. Þetta er ein af þeim bókum sem hægt er að endursegja á einni blaðsíður í Literary Theory for Dummies og láta þar við standa. Það á ekki að gera fólki þetta, að neyða það til að fara í gegnum þessa bók. Ég segi ykkur, ég þurfti að líkamlega þvinga mig til að fletta blaðsíðunum í bókinni, svo hræðileg er hún. Ég sat, skrifaði, nuddaði augun og fingurnir skulfu þegar ég fletti blaðsíðu eftir blaðsíðu eftir blaðsíðu og sá að endirinn var enn fjarri.

Svo hvað gerði ég til að halda upp á frelsi mitt frá leiðinlegum þýskum kennismiðum? Nú, ég fór beint á vídjóleiguna og tók lélegustu myndina sem ég fann með sprengingum. Mmmmmm, Python II. Lélegri mynd hef ég aldrei séð, og ég hef séð þær margar lélegar. Í stuttu máli fjallar Kyrkislangan um áttatíumetra kyrkislöngu sem hefur verið búin til af bandaríska hernum í tilraunaskyni. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu sleppur hún í Tsjetsjeníu og drepur þar heila rússneska herstöð. CIA ræðst inn í herstöðina með hjálp bandarísks vörubílstjóra og rússneskri eiginkonu hans (don't even ask) og slangan drepur alla nema vörubílstjórann og gelluna. Þetta er söguþráðurinn. Leikurinn er sá lélegasti sem ég hef séð, ever. Handritið er það lélegt að fyrsta setning bíómyndarinnar, sögð af yfirmanni hersins við hermenn sína, er "We are here in this top-secret Russian facility because..." Reyndar var handritið ekki nógu matarmikið til að fylla upp í níutíumínútur, svo leikstjóri myndarinnar tók það bragð til ráðs að hafa endurlit (skv. ensk-íslensku tölvuorðabókinni þýðing á "flashback") í fyrstu myndina. Það langbesta við myndina var þó snákurinn sjálfur. Hann hafði verið tölvuteiknaður, af miklum vanefnum greyið, svo að myndavélin var aldrei á slöngunni í lengur en þrjár sekúndur svo áhorfendur tæku ekki eftir lélegheitunum, og endurtók líka aftur sömu fimm grunnhreyfingarnar reglulega til að spara tölvuforritun. Allt í allt, mjög eftirminnilegt kvöld.

Jæja, og ég er síðan búin að sitja síðustu tímana og slúðra um allt og alla í deildinni. Það eru komnar reglulega juicy sögur upp á yfirborðið; reyndar svo juicy að ég get ekki endurtekið þær. Þetta er allt mjög furðulegt í enskudeildinni. Svo margir eru hérna aðeins í eitt ár, að til þess að bæta upp fyrir þennan tíma er eins og allir stofni til ofsakenndra vinskapa. Við vitum allt um alla og allir vita allt um okkur. Við hittumst á hverjum degi og hringjum í hvort annað tvisvar á dag. Við eyðum morgnunum, dögunum, kvöldunum saman og sumir jafnvel nætunum. Very very weird. Jæja. Nóg um það. Er farin að sofa. Edward Said er á morgun og ég verð að vera tilbúin til að segja eitthvað gáfulegt um þvæluna atarna. Ætla að lesa allar "Literary Theory for Dummies" bækurnar sem ég á á morgun, til þess að stela einhverri afar djúphugsaðri greiningu um Lukács og leiðindi hans.

01:48

(0) comments sunnudagur, janúar 26
 
Annars er allt að verða vitlaust hérna í Kólumbíu. Ég þarf að skila af mér tuttugumínútna fyrirlestri í næstu viku, um leikrit sem ég hef aldrei heyrt um áður, skrifuðu af manni sem ég hef ekki græna hver er. Og þessi fyrirlestur eru fyrir Jean Howard, í námskeiði sem er troðfullt af stúdentum sem ég ber mikla virðingu fyrir. Þetta verður erfið vika. Er farin á bókasafnið að lesa.

Og by the way, Theory of the Novel eftir George Lukács er hæglesnasta bók sem ég hef nokkurn tímann lesið. Ég er komin á blaðsíðu 86, eftir fjögurra tíma lestur. Djísus!

13:58

(0) comments
 
Ha! Við höfum uppgötvað mikið samsæri hjá Eddu miðlun ehf. Þetta stærsta útgáfufyrirtæki Íslands er sem sagt nýbúið að setja upp netpróf á heimasíðu sinni. Eins og alþjóð veit tók ég prófið og komst að því að ég hafði tiltölulega rökréttan heila miðað við konu (ég veit, hljómar fáránlega, en þetta er það sem þeir segja... Well, eftir ábendingar frá Þóreyju og Eagle tók ég prófið aftur tvisvar. Í bæði skiptin svaraði ég eins en í fyrra skiptið kvaðst ég vera kona og í seinna skiptið kvaðst ég vera karl. Well, kemur í ljós að þegar ég segist vera karlmaður fæ ég miklu "lógískari" stigatölu en þegar ég kveðst vera kona. Þ.e.a.s. sem karlmaður fæ ég 85 stig en sem kona fæ ég 160 stig.

13:49

(0) comments fimmtudagur, janúar 23
 
Þetta er ÆÐI! Ég var loksins að hala inn Yahoo Messenger á tölvuna mína. Þar hafði ég í gamla daga mikil samskipti við Þóreyju systur og einhvern ítalskan fáráðling. Well, kemur í ljós að á þessu hálfa ári sem ég hef ekki verið með YM, þá hefur forritið orðið töluvert þróað. Núna er hægt að tengja myndavél við hana og talbúnað. Svo kemur ekki Ítalinn minn á netið, og voila! myndband af honum við tölvuna poppar upp á skjáinn minn. Ég er enn skellihlæjandi. Þurfti að segja honum að nei, ég væri ekki með neitt svona sophisticated hjá mér, svo ég gat ekki talað við hann eða sett myndir af mér á netið. En ég verð samt að segja það, að þetta er mjög ódýr leið til að tala við fólk heima. Svo ef einhver af mínum kæru vinum vill setja upp myndbandskerfi hjá sér, mun ég gera mitt besta til að reciprocata.

13:26

(0) comments miðvikudagur, janúar 22
 
Núna hefur einn af fáeinum vefleiðurum sem ég hef lesið reglulega hætt starfsemi. Ég var sorgmædd fyrstu fimm mínúturnar, en fór svo að hugsa. Ég get engan veginn séð eftir þessari lokun. Það sem ég þekki manninn ekki neitt var það bara helber forvitni að ég las þessa síðu reglulega, og þegar ég lít til baka kemur í ljós að síðan hefur ekki skilið neitt eftir sig. Ég þekki engan af þeim sem talað var um á síðunni, og hugrenningarnar sem komu fram á síðunni voru svipaðar hugsanir og renna um hug okkar allra á hverjum degi.

Og ekki verður neitað að það er erfitt fyrir fólk sem stefnir á feril í stjórnmálum eða menningarmálum að halda uppi síðu þar sem allt er látið flakka, sama hvað samhengislaust og óritskoðað sem það er. Vefleiðarar eru engin einkamál. Ef þeir væru einkamál, væru þeir skrifaðir í dagbókunum gömlu góðu sem við fáum í afmælisgjafir frá fólki sem þekkir okkur ekki nógu vel og þarf að kaupa eitthvað sætt í Pennanum.

Og einnig verður að hugsa til þess að Helló: Maðurinn býr á Íslandi. Það eina hlutverk sem ég get séð að vefleiðarar þjóna er:
  1. Séð og heyrt hlutverkið þar sem allt er látið flakka til að sanka að sér lesendum. Þetta hlutverk er svipað öllum lélegu sjálfsævisögunum sem koma út á hverju ári á Íslandi þar sem fólk sem hefur vakið athygli á síðastliðnum árum "opna" sig fyrir augum annarra Íslendinga í þeirri von um að aðrir hafi áhuga (and they're not wrong. Íslendingar lepja það.)
  2. Trúboðshlutverkið þar sem fólk skrifar síðu með því takmarki að breiða út boðskap. Ein afarléleg síða á íslensku sem ég man eftir í augnablikinu er þessi. Athyglisverðar síður--sem mannfræðitilraun.
  3. Þerapía. Need I say more. Jú kannski: ef til vill einlægustu síðurnar sem hægt er að nálgast, og þær skemmtilegustu.
  4. Upplýsingahlutverkið. Vefleiðarar fólks sem ferðast mikið, býr erlendis og vill minnka við tölvupóstinn sem það þarf að skrifa. Oft mjög leiðinlegar og þurrar síður.

Nú vilja kannski margir bæta við enn öðrum flokki: að sumt fólki vilji bara skrifa á netið því að það sé þeirra samskiptamáti við umheiminn og við sjálft sig, að það hafi engan áhuga á því hvort að leiðarar þeirra séu lesnir, o.s.frv. Ég svara á móti að það sé aðeins eitt afbrigði af séð og heyrt syndrómunni, aðeins falin (hahaha: séðogheyrtduld).

Hvar er ég? Nú ég réttlæti mig með því að halda því fram að ég sé í síðasta flokknum, but let's face it: auðvitað er ég séð og heyrt gella. Hver vill ekki finna fyrir þessari tilfinningu að aðrir hafi áhuga á því sem kona segir? Að kona sé merkileg og mikilvæg og lestrar verð? Mun ég halda áfram að skrifa á þessa síðu þegar ég kem aftur til Íslands? Ég efa það, nema þá að ég flytji það yfir á ensku svo að vinir mínir erlendis geti lesið um ævintýri mín á Íslandi. En hver veit? Kannski mun ég varpa öllum dulargervum og allri hræsni, staðsetja mig allsendis ófeimin í fyrsta hópnum og halda áfram að skrifa á íslensku, þótt að ég hafi dagleg samskipti við alla lesendur. En ég efast um það. Ég er of mikill hræsnari til þess.

Já já, ég veit ég er komin aftur í þessa póstmódernísku klisju um lesendur og rithöfunda og hvaða hlutverki gegna skrif í lífinu og hvað er ég að gera og hver er tilgangur lífsins og er lífið yfirhöfuð til. Það sem ég hef viðurkennt að ég sé hræsnari, endilega skrifið athugasemdir ef þið eruð ósammála þessum skilgreiningum mínum. I need to feel important and read. Bleugh.

22:19

(0) comments
 
Þetta er mjög áhugavert. Ég er alveg greinilega komin í gengi. Ég er búin að skíra það Ólsen gengið. Af hverju gætuð þið spurt ykkur. Nú, vegna þess að ég er búin að kenna þeim öllum Ólsen ólsen sem er orðið míníhitt hérna úti. Ég þarf kannski að taka það fram að spilið hefur verið ameríkanserað og kallast nú Oldie Olsen og reglurnar eru núna orðnar fluid, þar eð þær breytast eftir því sem fleiri rauðvínsglös eru drukkin samlætis (don't even ask, very complicated).

Nei annars, nóg um það. Er alsæl um að skólinn skuli vera byrjaður, þrátt fyrir að ég sé strax komin eftir á við lesturinn. Það er svo æðislegt að hitta aftur fólk. Jafnvel fólk sem ég hef hingað til haft engan áhuga á er skyndilega orðið að perluvinum þegar ég hitti það aftur, rek upp mikinn skræk, faðma það og ískra: "How was your holiday sweetie? That's nice!" Og við þrjár nornirnar höldum á öllum þráðum, og erum eins og svartar ekkjur í miðjunni á stóru og klístrugu neti. En ég má ekki segja meira um það. Þetta er allt hush hush á 113. stræti.

21:54

(0) comments
 
Hahahaha. Leikur fyrir reiða feminista. Ég þarf varla að taka það fram að ég svaraði öllu rétt!

10:29

(0) comments
 
Verð hreinlega að mæla með eftirfarandi vefleiðara: Diabla. Ég er núna búin að fylgjast með leiðaranum í fjóra mánuði og hef hreinlega ekki gert mér enn grein fyrir því hvort þetta er brandari eða alvöru sautján ára stúlka. Að lesa pælingar þessarar ungu dömu er eins og að detta inn í bandarískan teen-angst þátt, þátt eins og My So Called Life. Ég sver, hún hefur áhyggjur af útliti, af strákunum í kringum sig, af bólunum á nefinu, og veltir því fyrir sér af hverju enginn er búinn að fremja fjöldamorð í skólanum hennar. Text-book unglingagelgja. Ég man svona vaguely eftir þessum pælingum, en þar sem ég er orðin gömul og tuttuguogfjögurra ára, þá skulum við sem minnst segja um það...

09:51

(0) comments þriðjudagur, janúar 21
 
Hahahaha. Edda forlag er alveg að fara yfirum. Þau eru búin að setja upp alveg fullt af prófum á netið og ég er búin að vera að skemmta mér við að taka þau. Kemur t.d. í ljós að ég tala ekki íslensku (no surprise there). Fékk fimm rétt svör af tuttugu mögulegum í orðaþekkingu. En genuinely bizarre. Fíflin eru búin að setja upp próf um hvort heili þáttakandans sé kvenlegur eða karllegur. Nú finnst mér sjálfri afar pirrandi þegar fólk nýtir sér klippitakkann á Gluggakerfinu í stað þess að skrifa eigin texta sjálft. En ég hreinlega verð að fá athugasemdir við eftirfarandi staðhæfingar:

  • Flestir karlar ná stigafjölda á bilinu 0 til 180 og flestar konur 150 til 300. Heilar sem eru karlmiðaðir eru yfirleitt undir 150 stigum. Þeim mun nær núlli sem þeir eru, þeim mun afdráttarlausari karlheilar eru þar á ferðinni og testósterónmagnið að líkindum í meira lagi. Þessir einstaklingar búa yfir góðri rökvísi og skilgreiningarhæfni, eiga auðvelt með að tjá sig með orðum, eru agaðir í betra lagi og vel skipulagðir. Þeim mun nær núllinu þeir eru, þeim mun hæfari eru þeir til að gera kostnaðaráætlanir og spá fyrir um niðurstöður út frá tölfræðilegum athugunum án þess að tilfinningar hafi þar minnstu áhrif.

    Niðurstöður sem hljóða upp á mínustölu benda til að heilinn sé ofur karlmiðaður. Það sýnir að mikið magn testósteróns var til staðar á fyrri þróunarstigum fóstursins. Þeim mun lægri sem stigafjöldinn er hjá konu, þeim mun meiri líkur eru á að hún hafi lesbískar tilhneigingar. Heilar sem eru kvenmiðaðir fá yfirleitt meira en 180 stig. Þeim mun hærri sem talan er, þeim mun kvenmiðaðri er heilinn og þeim mun meiri líkur á að einstaklingurinn búi yfir afgerandi sköpunargáfu, listrænum hæfileikum og sé músíkalskur. Þessir aðilar munu oftar en ekki taka ákvarðanir sem byggjast á innsæi eða hvatvísi og eru leiknir við að skilgreina vandamál með lágmarksupplýsingar í höndunum. Þeir eru og náttúraðir til að leysa vandamálin af skapandi innsæi. Þeim mun hærra yfir 180 sem stigagjöfin er hjá karli, þeim mun meiri líkur eru á því að hann sé samkynhneigður. Karlar sem eru neðan við núllið og konur sem eru yfir 300 hafa heila sem starfa með svo ólíkum hætti að þau eiga líkast til ekkert sameiginlegt annað en að búa á sömu plánetunni. Stigagjöf frá 150 til 180 ber vott um sveigjanleika í hugsun hjá báðum kynjum eða fótfestu í herbúðum beggja. Þessir einstaklingar sýna hvorki ákveðnar hneigðir til karlmiðaðrar né kvenmiðaðrar heilastarfsemi og eru venjulega sveigjanlegir í hugsun sem er vitaskuld afbragðs eiginleiki fyrir alla sem þurfa að leysa vandamál. Þeir hafa og tilhneigingu til að vingast bæði við karla og konur.

Halló eðlishyggja! Halló Hellisbúinn og allar pælingarnar um Safnarann og Veiðimanninn! Hafið þið nokkurn tímann heyrt aðra eins þvælu?

(Fyrir þá sem hafa áhuga, hlaut ég 140 stig.)

23:07

(0) comments
 
Jæja, ég var loksins í sama tíma og frægasti nemandinn við enskudeild Kólumbíu. Já, ég, Brynhildur, sat í tíma með sjálfri Júlíu Stiles. Ég veit, ég veit, ég heyri æsingaröskrin í ykkur alla leiðina hingað til Nýju Jórvíkur, and rest assured, ég er sjálf hoppandi af æsingi. Já, ætli ég hafi ekki grennst um fimm kíló í dag vegna valhoppsins. Þetta verður þó í fyrsta og síðasta skipti sem ég mun sitja með gyðjunni. Það er ekki möguleiki að ég nenni að hanga í hundraðmanna fyrirlestratíma um Dante og forgarð helvítis.

Annar hápunktur dagsins í dag: tíminn sem bar hið girnilega heiti "The History of the English Language". Tíminn byrjaði svo sem vel. Ég kom snemma og fylgdist með hryllingi þegar skólastofan smám saman fylltist af menntaskólanemum (meðalaldur svo sem átján). En síðan gekk kennarinn inn. Eftir að hafa lýst bókunum tveimur (TVEIMUR) sem við áttum að lesa í þessum tíma sem "so horribly bad they are almost good" hófst kennslan. "English is a lot like German. English is more like German than French." Og síðan tók við einn og hálfur tími sem ég hefði ekki viljað missa af. Kennarinn reyndi að teikna upp indóevróska tungumálatréð á töfluna. Eftir að hafa strokað út orðið "indoeuropean" (stafsetti það vitlaust í fyrsta skiptið), skrifaði hann þrjár undirgreinar. Fyrst voru það germönsku málin, sem apparently eru aðeins tvö, enska og þýska. Síðan fylgdu latínumálin (einnig aðeins tvö, franska og spænska). Að lokum komu slavnesku málin. "First there is Russian, and then there are (langt hik) other Slavic languages). Ergo, aðeins eitt slavneskt tungumál.

Spurning: "Professor, do you have to believe in this (student points vaguely at the blackboard) unless you're like a smart PhD student? (Klári doktorsneminn er á þessum tímapunkti að beita allri sinni athyglisgáfu við að teikna blóm á fingur vinstri handar.)

Kennarinn fór síðan hamförum að lýsa samhljóðabreytingunum miklu sem hafa átt sér stað milli mismunandi greina tungumálatrésins. Sem út af fyrir sig er áhugavert, nema það að kennarinn talar ekki orð í þýsku, frönsku, latínu eða grísku, svo að hann gat í rauninni ekki komið með nein dæmi um þessar breytingar. Lágpunktur kennslunnar er þegar hann, oftar en einu sinni, byrjar að tala um orð í enskri tungu sem eru tengd öðrum orðum, en man síðan ekki orðin sem þau eru tengd við (ég gæti komið með dæmi, but really, it's too sad). Aðalniðurstöður kennslunnar er það að tungumál eru tengd og tungumál eru gömul og hafa þróast í langan tíma.

Spurning: Professor, I don't understand this tree. I mean, why don't you just go with the oldest language, since that must be the first language? Why isn't Greek older than the Germanic languages? (Klári doktorsneminn hefur klárað alla fingur vinstri handar og hefur komist að því að handarbakið er fullkomið við að búa til flókin blómamynstur. Groovy, if I say so myself.)

Gekk út úr þessum tíma með nýtt áhugamál. Er að pæla að kaupa bók um hennamálningu og síðan málninguna sjálfa. Kemur í ljós að ég hef mikla og listræna hæfileika á þessu sviði.

22:50

(0) comments
 
Hailey herbergisfélagi er æði. Stundum er gott að búa með manneskju frá Kaliforníu. Hún var að rétta mér poka með suddalega útlítandi brúnum pillum með einhverjum kalifornískum vítamínkokkteil og nokkrar hálstöflur. Takk Hailey!

10:10

(0) comments
 
Fyrsti skóladagur í dag. Og svo sem til að halda upp á það, vaknaði ég klukkan sjö í morgun með þessa svæsnu hálsbólgu. Ég dríf mig auðvitað inn baðherbergi, róta til í hillunni í leit að pillum og dreg upp afar gamla flösku af kvefmeðali, og sturta niður tveimur glösum af sætum vökvanum. Þvílík víma. Ég stari skelfingu lostin á bleiku flöskuna og sé að þetta er Nyquill, kvefmeðal fyrir svefninn. Ég rétt næ að staulast inn í svefnherbergi áður en ég rotast. Dró mig á fætur núna fyrir tíu mínútum, og sit hérna hálf vönkuð við tölvuna til að reyna að vekja mig. Það er nebbnilega fyrsti skóladagur í dag. (ó, I just said that, didn't I?)

10:05

(0) comments mánudagur, janúar 20
 
Kvöldið komst samt ekki í hálfkvisti við eftirleikinn. Þegar ég kem heim, í rífandi góðu skapi eftir að hafa drukkið kaffi síðustu þrjá tímana, leggst ég fyrir framan sjónvarpið, kveiki á kassanum, og ramba inn á Charles in Charge. Charles in Charge er alveg gífurlega leiðinlegur gamanmyndaþáttur sem var framleiddur um miðjan níunda áratuginn, og var uppáhaldsþáttur okkar Þóreyjar þegar við bjuggum hérna í Bandaríkjunum í gamladaga. Við tvær vorum vanar um að rífast um hvort Charles eða vinur hans, Buddy, væri myndarlegri. Voru skoðanir skiptar skiptum við jafnvel oft um hliðar í því rifrildi. Scott Baio, sjálfur Charles, stóð alltaf fyrir sínu (sjá mynd) en Buddy var fyndinn.

Í dag verð ég tvímælalaust að segja að ég stend heilshugar með Buddy. Buddy var leikinn af einum Willie Ames. Willie Aames er fyrrverandi barnastjarna í gamanmyndaþáttunum Eight is Enough. Þar lék hann prakkarann Tommy Bradford af einskærri list. Þegar framleiðslu þáttaraðarinnar lauk árið 1981 gerðist Willie þunglyndur og kókaínskur (eins og svo algengt er meðal fyrrum barnastjarna). Það bjargaði lífi hans að fá að komast aftur í sviðsljósið með hlutverki sínu sem Buddy Lumbeck. Já og auðvitað að uppgötva Jesús Krist. Núna er Willie ein stærsta kristna leikstjarnan í Bandaríkjunum. Hann hefur slegið í gegn í hlutverk sínu sem Biblíumaðurinn. Biblíumaðurinn er ofurhetja sem berst við óvini eins og Dr. Lygara og Maddömmu Glimmer með bænir og sverð sannleikans að vopni. Go figure. Americans.

13:51

(0) comments
 
Big John er loksins kominn heim frá Kaliforníu. Og því var skundað til Allisonar í gær til að bjóða hann velkominn. Og þar tók við enn eitt enskudeildarteitið. Edward setti á sig gula hárkollu, málaði sig, bætti við fegurðarblett þar sem Cindy Crawford er með fegurðarblett og gleymdi alveg að taka með í reikninginn að þessi nýji blettur gerði það að verkum að nú þurftum við að nota báðar hendur til að telja vörturnar á andlitinu. Little John, sem er anglófíli af verstu gráðu, og þar að auki með a bad case of heroworship for E. ákvað að þá þyrfti hann líka að mála sig, sem hann og gerði, en hann er því miður einn af þeim mönnum sem ætti ekki að koma nálægt rauðum varalit og maskara. Og ég, hvað gerði ég, ég lærði salsa. Liga sæta frá Lettlandi (sem by the way er einn besti Olsen Olsen spilarinn hérna í New York, og þar að auki hefur komið með interesting variation on an old Olsen theme) fór í gegnum sporin með mér og ég salsaði heim klukkan hálf fjögur.

10:03

(0) comments föstudagur, janúar 17
 
Nú ættum við öll að hugsa vel til Ásu litlu sem er að taka TOEFL á morgun. Grey stelpan, sem bjó í Bandaríkjunum í það langan tíma að hún hefur ekki enn beðið þess bætur, er í svitakasti yfir þessu prófi. Við verðum því öll að senda henni hugskeyti til að hughreysta hana. Ása mín. Hvernig getur þú haft áhyggjur af prófi, með spurningum eins og þessum?:

Choose the one word or phrase that best completes the sentence.

The first article of the United States Constitution gives Congress ________ to pass laws.
A. the power
B. has the power
C. the power is
D. of the power

eða:

Identify the one boldfaced word or phrase that must be changed in order for the sentence to be correct.

The gopher digs with the big strong claws of its two front foot and with its overhanging front teeth.

13:50

(0) comments
 
Það er búið að vera gaman í dag. Spil og nýbakað brauð, og kjöt í kvöldmatinn í fyrsta skipti í þrjár vikur. Og síðan eru auðvitað allir að koma aftur heim til New York. Borgin er búin að vera svo tóm undanfarnar vikurnar -- tóm og gráguggin -- en núna fer þetta allt að koma. Á morgun er gengið aftur komið saman, og við munum auðvitað hittast til að halda upp á það.

Og síðan byrjar skólinn næsta þriðjudag. Þá fer heilinn loksins aftur í gang, en hann hefur starfað á hálfhraða síðustu vikurnar. Þið hafið líka kannski tekið eftir því hve pistlarnir verða styttri og styttri. Hef afar litla þolinmæði við að sitja við tölvuna og skrifa, þegar ég get lagt mig í nýja sófann minn og lesið bækur meðan ég dotta. En þetta fer allt að batna í næstu viku...

Ú hú hú. Ég er komin í skap til að þenja mig. Ég er nebbnilega búin að skrifa niður lista af því sem hefur gerst fyrir mig í síðustu viku, og ég á eftir að segja frá. Þetta minnir mig á Tristram Shandy eftir Laurence Sterne. Tristram Shandy er ein af elstu skáldsögunum sem skrifaðar hafa verið (1760). Á sama tíma er Tristram Shandy líka ein af skáldsögunum sem notar öll stílbrögð sem hafa síðar verið "uppgötvaðar" af seinni tíma spámönnum, eins og módernistunum. Góð bók og ein af fáum sem við getum í allri einlægni sagt að sé "á undan sínum tíma".

En nóg um það. Tristram Shandy fjallar sem sagt um Tristram Shandy sem er að skrifa sjálfsævisögu sína. Eina vandamálið er að það tekur hann svo langan tíma að lýsa ævi sinni að honum reiknast sem svo að þegar hann er búinn að lýsa, tja, fyrsta ári lífs síns, þá er hann búinn að vera að skrifa í tíu ár. Sem, eins og grunnskólanemar geta reiknað út, þýðir að honum tekst aldrei að klára að skrifa um ævi sína, því að skrifin taka svo langan tíma. "Blogg"fyrirbærið er shandískt. Kannski ætti ég í rauninni bara að fara að skrifa stikkorð niður, til að taka ekki frá tíma mínum sem ég þarf á að halda til að lifa. Tökum til dæmis:

  • Underground og partí
  • matargerð og kartöflur
  • komment vs. athugasemdir
  • íslenska sem fræðimál
  • Púkkner og níðrímur
  • sálfræði og ég

Þetta er það sem gerðist í síðustu viku. Þurfið þið að vita meira? Það er algjör tímaeyðsla að fara og vinna markvisst úr þessum lista. Ég tek fyrir t.d. fyrsta umræðuefnið, Underground og partí, skrifa pistil um það, slekk á tölvunni, fer að sofa, vakna aftur, fer út, kem aftur, kveiki á tölvunni, lít á listann, strika út umræðuefnið og uppgötva mér til mikillar skelfingar að tvö ný viðfangsefni hafa bæst við. Þetta tekur engan enda. Lífið er ekki einhver ævisaga. Það er enginn byrjun, endir eða miðja. Bara same old same old í mismunandi röð, stærðum og gerðum. Sífelldar endurtekningar sem verða leiðigjarnar eftir því sem á líður. Og aldrei getur dagbókarhöfundur náð að halda við lífinu í færslum sínum.

Eða eitthvað í þá áttina.

00:45

(0) comments miðvikudagur, janúar 15
 
The agony! The agony! Hjarta mitt blæðir í dag. Ég gleymdi að horfa á Angel, besta þátt í heimi. Og ég er búin að bíða eftir þessum þætti síðan í byrjun nóvember síðastliðnum, þegar síðasti þáttur fyrir jól var sýndur. WB, sjónvarpsstöðin sem sýnir Angel, var mjög vond og færði sýningartíma Angels yfir á miðvikudaga, í staðinn fyrir sunnudagana eins og þættirnir hafa hingað til verið sýndir á. Sem þýðir, að innri sjónvarpsklukka Brynhildar fór ekki í gang á réttum tíma. Ég missti af Angel. (og já, Ása, þetta þýðir að ég tók hann ekki upp...)

Hvað var ég svo að gera þetta afspyrnukalda miðvikudagskvöld eruð þið ef til vill að spyrja ykkur? Ég var að heimsækja fyrirheitnalandið, vísindaskáldsöguútgáfufyrirtækið Tor. Helen vinkona vinnur sem sjálfboðaliði við að lesa yfir handrit og ljósrita á þessum yndislega vinnustað og leiddi mig glowy-eyed into this Arcadia. Bækur bækur bækur út um allt. Bækur í bókahillum, bækur á skrifborðum, bækur á stólum, bækur á gólfinu. Það flæddi bókstaflega (LOL) bókum yfir vinnustaðinn. Og, eins og mig hefur lengi grunað, þá vinna bara nördar þarna, adorable strákar sem hanga daginn út og inn í Nexus á Hverfisgötunni. Þar hittum við þrjá vinnufélaga Helenar, fórum út að borða á tælenskum veitingastað, og skunduðum niður á KGB barinn, nýjasta rithöfundabúllan í New York, sem á skömmum tíma er orðin einn vinsælasti staðurinn meðal menningarelítunnar hérna til að sýna sig og sjá aðra, og hlusta á unga og upprennandi sem og gamla og fræga rithöfunda blaðra í míkrófón. Ég myndi lýsa staðnum, en ég er það þreytt að ég get ekki klambrað saman setningum af minni gamalkunnugri snilli. Svo það verður að bíða betri tíma. Svaf standandi á staðnum meðan ég hlustaði á tvo rithöfunda lesa úr fantasíubókmenntum sínum. Hverjir, hef ekki hugmynd. Eignaðist síðan nýja vinkonu þetta kvöld. Ein konan sem við vorum með í hóp, vinkona Helenu, er upprennandi rithöfundur sjálfur. Hún er að ljúka við sína fyrstu skáldsögu, níuhundruð blaðsíðna fantasíudoðrant. Hún er öfgakúl. Við þrjár erum búnar að einsetja okkur að hittast sem fyrst aftur saman þrjár og gera eitthvað merkilegt. En, eins og áður segir, meira um það síðar.

23:00

þriðjudagur, janúar 14
 
Þetta er samt dáldið tragikómískt. Ég og Allison erum búnar að eyða jólafríinu að analísera allt sem Jean Howard, gyðjan okkar, er búin að gera síðustu önn. Við tvær erum sem sagt nýjustu akolítarnir hennar. Saman erum við búnar að lesa bækur sem hún hefur skrifað, farið með smásjá yfir tölvupóst sem hún hefur sent okkur, og setið eins og tvær unglingsstelpur skotnar í sæta stráknum í U-bekknum og rýnt í hegðun Jeans, hvernig hún talar við okkur, hvað hún segir við okkur, og hvernig hún hegðar sér við okkur. (Nýjasta analísering: Jean veit að við erum tilvonandi lærimeyjar, þar sem hún hefur, hmm, hvernig orða ég þetta, skuldbundið sig (aðeins of sterkt orð, en er fyrir löngu búin að gleyma íslenskunni og veit ekki betra) við okkur. Ég ætla ekki einu sinni að segja ykkur af hverju við komumst að þessari niðurstöðu. Það hljómar eitthvað svo geðveikt og brjóstumkennanlegt þegar það er sett niður á blað.) En ég er ein af tólf sem komumst inn í næsta bekk hennar, á þessari önn, um leikrit sem skrifuð voru í London í byrjun sautjándu aldarinnar, og hún er meistararitgerðarleiðbeinandinn minn, svo að... Nei, þetta er ekki að hjálpa. Er ennþá öfgapirruð yfir þessu.

13:26

(0) comments
 
Er ekki í nógu góðu skapi í dag. Jean Howard, gyðjan mín, var að gefa mér Amínus í bekknum sem ég tók hjá henni í haust. Amínús. Er ekki leið yfir þessu, heldur supremely annoyed, þar sem ég veit að ég átti miklu meira skilið. Harrumph.

13:16

(0) comments sunnudagur, janúar 12
 
Jæja. Núna er jólafríinu að ljúka. Hailey er að koma aftur heim. Þetta er sem sagt íbúðarfélaginn minn. Hún er búin að vera í burtu síðan á miðvikudaginn, að skemmta sér í Washington D.C. Og meðan kötturinn er í burtu, þá leika mýsnar sér (eða músin í þessu tilviki). Don't get me wrong, Hailey er alveg yndisleg manneskja, Kaliforníubúi að lífi og sál. En hún er svo bandarísk... Ég er búin að nota þessa fjóra daga vel. Ég hef ekki þvoð neina diska, stofan er troðfull af bókum sem ég hef byrjað á og ekki nennt að klára, suddalega teppið mitt liggur tilbúið í sófanum fyrir vídjófestivals, ég horfði á bíómynd í fyrradag klukkan hálffjögur um nóttina (ah, æðislegt) og ég hef, as a point of pride, sprangað um íbúðina í nærfötum við hvert tækifæri sem gefst. En nú er fríinu lokið. Þegar ég slekk á tölvunni núna þarf ég að fara að þvo diska, taka til í stofunni og klæða mig. Gisp. Já, og fara að kaupa appelsínusafa þar sem ég stal öllum safanum hennar Haileyjar (haha, stal öllum safanum hennar Haileyjar. Sounds dubious...).

Annars hringdi Þórey systir í mig í gær. Kemur í ljós að allar myndirnar sem við tókum yfir jólin eru eyðilagðar. 2000 króna myndavélin sem ég keypti í Bangkok var loksins að gefa upp öndina. Þegar hún tók einu filmuna sem við náðum að taka með til Wales, og hafði hana framkallaða, kom í ljós að það voru bara feministamyndir af göngunni 1. maí síðastliðinn sem komu út úr vélinni. En vélin hafði látið okkur vita að það voru tuttuguogfimm myndir af filmunni, svo að jólamyndirnar okkar eru allar teknar upp á eina mynd, hver ofan á annarri. Auðvitað er leiðinlegt að hafa ekki myndir af hormónalambinu okkar eða af litla jólarunnanum okkar, og af okkur á jóladag (two gorgeous women) en ég hef samt ekkert samviskubit. Þórey framkallaði nebbnilega á sama tíma myndir sem hún tók upp á myndavélinni af kveðjuveislunni minni í ágúst (gorgeous veisla sem ég hugsa enn vel til, þar sem ég krafðist þess að allir stæðu upp og héldu ræðu um hvað æðisleg ég er. ahem. ahem.) Aðeins tvær myndir komust óskaddaðar af þessari veislu.

Svo að allir heima, elskurnar, ef þið eigið myndir úr veislunni, myndir sem þið væruð til í að afrita svo að ég eigi ljósminningar af mínum bestest bestest friends öllum samankomnum á einum stað, endilega látið mig vita!

16:52

(0) comments laugardagur, janúar 11
 
Grey Helena er að farast. Hún heldur áfram að reyna að lesa síðuna mína með hjálp þessarar afarlélegu þýðingarþjónustu þótt að það hafi sýnt sig fyrir löngu að þær eru engan vegin áreiðanlegar. Svo hringir hún í mig á hvaða tíma sólarhrings til að spyrja hvað ég hafi sagt um sig. Hún er að hugsa um að gera eftirfarandi að mottói sínu: "Helena is high time river ... scholastic trajectory. She is verbalism publisher ..." (Þetta er auðvitað þýðingin á "Helena er komin á þessa akademísku braut. Hún er orðin útgefin fræðikona.")

Hef verið að reyna að komast að því af hverju þessu síða þýðir svona fáránlega. Hef komist að því að:
snuggle up to er þýðingin á ,
pay lip service to er þýðingin á fyrir
accustom er þýðingin á við
og að á brjósti er þýðingin á sögninni að hafa. Fáránlegt...

En þar sem ég vil auðvitað halda ákveðinni mysteríu í þessari blessaðri deild þar sem allir virðast vita allt um alla, hef ég þverneitað að þýða neitt fyrir neinn. Í staðinn bendi ég öllum á þessa eðalsíðu, þar sem erlendir vinir mínir geta komist að öllum svæsnu leyndarmálunum um mig.

00:22

föstudagur, janúar 10
 
Orðalisti:

Brestur í fjöregginu: Said of an abhorrent slang-word or a disastrous development like the dative-curse.

Aðlögunarmengun: The view that the adaptation of foreignisms is against the principle of linguistic purism. A loan-word re-mains a loan-word. Adapting words is admitting the incapability of building a word from the purely Icelandic lexical stock. A popular word that applies to this description is ‘jeppi’.

Máltrúarmaður: He who possesses enough sense of reality to know there is no such thing as a god and that it’s better to believe in something real, like his mother-tongue, because it will be the only thing left to give them national identity.

Nýyrðaskáld: A neologist who compares the coining of new words to the creation of kennings by ancient Icelandic poets. The true neologistic scald wants to create beauty in the first place. The fact that his word will never take the place of a rooted foreignism is of less importance to him. In the eyes of a neologistic scald, a novel writer compares to an architect, a poet to a sculptor and the word-coining artist to a diamond-cutter. A beatiful neologism is a priceless gem.

Þágufallsbölvun: The dative sickness

Brillíant síða! (hmmm. Ætti ég kannski að segja ljómandi síða?)

Ég mæli einnig með greininni "Windows won't compute into ancient Icelandic language" sem hlýtur að vera fyndnasti texti sem ég hef lesið á veraldarvefnum í langan tíma. Greinin inniheldur viðtöl við Ara Pál Kristinsson, formann íslenskrar málstöðvar árið 1998, og Kristján Árnason sem við þekkjum öll. "You think the Justice Department has it in for Bill Gates and the marketers of Microsoft? Try an earful from the Icelandic Language Institute." Eðalfyndið!

14:17

(0) comments
 
Eftir að hafa farið í gegnum Nýyrðasmiðjuna Málþvottahúsið: Vefsetur íslensku hreintunguherjanna, hef ég ákveðið að tala ekki lengur um akademíu, heldur um menntasetur. Ég vildi bara að þessi ágæta síða væri eins vel að sér í íslenskri málfræði og það þykist vera í stafsetningu og orðavali...

14:15

(0) comments
 
Vá! Ég fékk fyrstu martröðina mína í langan tíma í nótt. Vaknaði upp með miklum herkjum í morgun (jæja, um hádegi) og var í vondu skapi í fimmtán mínútur.

Sögustaðurinn: fyrsti dagurinn í ónefndum skóla, fyrsti tíminn í ónefndri feminískri miðaldafræði.
Söguhetja: Ég


1. atriði.
Söguhetja gengur inn í skólastofu. Hún dregur upp bækurnar fyrir þennan tíma. Áhorfandi sér, sér til mikillar skelfingar, að skólataskan er stútfull af bókum, þar sem söguhetja er einstaklega samviskusöm ung stúlka. Söguhetja sest við hliðina á ungri stúlku og skemmtir sér við að taka upp tvær mismunandi útgáfur af textanum sem til stendur að ræða í dag, eina útgáfu sem gefin var út fyrir þrjátíu árum, og er klassísk, þó ekki góð, og aðra sem er nýútgefin og er þrjúhundruð blaðsíðum lengri (vegna einstaklega góðs verks ritstjóranna, sem hafa bætt við fjölda neðanmálgreina og útskýringakafla). Sessunautur, busastelpa ein ung, andvarpar af öfund og (shall we say it) lotningu yfir þessari forsjálni.

Busastelpa: "Komstu með tvær bækur?"

Söguhetja hugsar þögul í smá stund og sér að sessunautur hennar er ekki með neinar bækur.

Söguhetja: "Viltu fá eina lánaða?"

Söguhetja réttir busastelpu nýrri bókina og lengri.

2. atriði
Söguhetja röltir inn í innra herbergi af skólastofunni þar sem hún nennir ekki lengur að sitja við hliðina á busastelpunni, og bíður þar eftir að tíminn hefjist og að vinir af hennar skapi komi og setjist við hlið hennar.

3.atriði
Langur tími hefur liðið og söguhetja situr enn ein í innra herberginu. Henni er ekki rótt.

4.atriði
Söguhetja stendur á fætur, gengur út úr herberginu, og sér að tíminn er búinn. Vegna mikils fjölda nemenda í bekknum, var búið að færa tímann yfir í aðra stofu, og þar sem söguhetja er föst í innra herberginu, er hún ekki látin vita.

[FLASHBACK: við erum stödd í myrkraðri, troðfullri skólastofu. Kennari sem stendur á bak við púltið spyr í röddu sem hefur verið hægð niður: "eru allir hérna". Dyravörður, kona sem er í nokkurskonar nasistabúningi (I kid you not!), segir "Nei, en við getum ekki beðið lengur", ýtir á takka, og hátæknihurðin sígur niður með miklum hávaða, svo enginn komist inn og út aftur fyrr en tímanum er lokið.]

Söguhetja er látin vita (og nú er ég aftur komin í svo vont skap að ég get ekki einu sinni REYNT að setja þetta í díalóg) að busastelpa er búin að glósa í bókina hennar, búin að sitja með blýant og undirstrika groddalega margar blaðsíður í bókinni, svo stundum sést ekki í textann. Í vondu skapi fer söguhetja og talar við kennarann, sem getur ekki gefið góðar skýringar á því að tíminn var kenndur þegar söguhetja var ekki þarna. Söguhetja uppgötvar að hún getur ekki verið dónaleg við kennarann, svo hún strunsar aftur til busastelpu og skipar henni þjasnalega að stroka út glósurnar úr nýju fimmhundruð blaðsíðna útgáfunni. Busastelpa byrjar að stroka út með strokleðrinu á ENDA BLÝANTSINS (the horror the horror!) og þá hringir dyrabjallann og Binna vaknar upp með andfælum, og tekur hana nokkrar sekúndur að uppgötva að þetta (thank the mighty goddess) var aðeins draumur, og tiltölulega lengra en það að jafna sig yfir afar vondu skapinu yfir að hafa verið svona illa farin af akademíunni.

13:12

(0) comments fimmtudagur, janúar 9
 
Ú, kannski slúður, well, við komumst að mörgum leyndarmálum um Edward þegar við heilsuðum upp á greyið núna í fyrradag. Reyndar ætti ég kannski ekki að skrifa þau niður, því að þau voru ansi svæsin. En ég hef hér með vakið upp forvitni, svo að mínu hlutverki er hér með lokið.

Já, og on a sidenote, þá höfum við fundið nýja hangsistaðinn okkar, kaffihúsið Underground sem er með litlu billjardborði og pílukastssvæði, indverskum lömpum í loftinu og skemmtilegt þjónustufólk. Loksins loksins.

19:28

(0) comments
 
Já já, ég viðurkenni alveg, ég hef ekkert að segja þessa dagana, svo ég bulla bara. Kannski ætti ég að fara aftur að semja existensíalísk ljóð sem eru öll um ekki neitt. That should cheer y'all up, eh!

19:26

(0) comments
 
Fyrsti skóladagur (23. janúar) nálgast óðfluga og ég er búin að ákveða að núna fer ég að haga mér alvarlega og lesa allar fræðibækurnar sem ég var búin að lofa sjálfri mér að ég myndi lesa yfir hátíðirnar. Á morgun, það er að segja. Í dag er ég að semja stefnuskrána fyrir hið ósegjanlega bandalag. En ég segi ekkert meira, það sem þetta er, þegar allt kemur til alls, ósegjanlegt. O.s.frv. Gaman gaman gaman.

19:25

(0) comments miðvikudagur, janúar 8
 
Dagurinn í dag hefur verið formlega útnefndur sem Joseph Fiennes dagurinn. Við erum búnar að liggja í leti í allan dag og horfa á bíómyndir með þessum über leikara. Það útskýrir líka ef til vill hvað ég er óvenju þreytt og dofin og hef EKKERT að segja. Jú, nema að græna skrímslið hefur grafið klærnar sínar í magann á mér. Helena, thank you very much, er orðinn alvöru fræðikona.

Fyrsta greinin hennar Helenu hefur verið samþykkt til birtingar í bókmenntatímaritinu Extrapolation. Akademíski heimurinn er stórfurðulegur, og ég er aðeins byrjuð að skilja hann. Það fyrsta sem ég lærði þegar ég byrjaði hérna í Kólumbíu er að það er gífurlega mikilvægt fyrir ungt fræðifólk að fá greinar birtar í fræðitímaritum. Því fleiri greinar sem birtar hafa verið, því líklegra er að ungur fræðimaður fái vinnu í góðum skóla eftir útskrift. Og þegar við höfum verið ráðin við skóla, verður þessi krafa sífellt mikilvægari. Prófessorkerfið virkar svo. Fyrst er fræðimaður ráðinn sem lektor. Lektorsstaðan endist í fimm til sjö ár, og að þeim tíma loknum, fer skólinn yfir frammistöðu lektorsins til að ákveða hvort hann verði endurráðinn. Ef frammistaðan er talin vera nógu góð, er fræðimanninum veitt dósentstaða. Ef honum er ekki veitt dósentstaða, verður greyið að byrja upp á nýtt í nýjum skóla. Og það eru sjaldan veitt mörg tækifæri. Fræðimaðurinn fær mögulega annað tækifæri, við aðeins slakari háskóla í lektorsstöðuna, en ef honum er ekki veitt dósentstaða í þessum nýja stað, er hann ekki ráðinn aftur, neins staðar. Háskólar telja þá að fræðimaðurinn er ekki nógu góður til að verða prófessor og hann endar uppi sem suddalegur kennari við einhvern menntaskólann. En nóg um það, ef dósentstaða er veitt, endist hún einnig í fimm til sjö ár. Eftir það, ef dósentinn hefur staðið sig nógu vel, fær hann prófessorstöðu og sú staða felur í sér æviráðningu og prófessorinn getur farið að slaka á og A. orðið letingi sem gerir ekki neitt, eða B. farið að einbeita sér að skapa sér nafn og virðingu meðal annarra fræðimanna.

Ungur lektor við háskóla, ef hann vill vera endurráðin eftir sjö ára reynslutímann, verður að birta að minnsta kosti eina grein á ári í virtu tímariti. Oft eru skólar með lista yfir tíu eða svo tímarit sem skólinn telur vera best, svo fræðimaðurinn verður að birta greinar í þeim tímaritum, en ekki öðrum. Einnig verður lektorinn alltaf að vera að vinna að einhverri bók. Að minnsta kosti ein bók verður að vera gefin út af virtu fræðiútgáfufélagi meðan á reynslutímanum stendur. Þetta er auðvitað á sama tíma meðan lektorinn er í fullri kennslu, en lektorar kenna miklu meira en dósentar, hvað þá prófessorar sem hafa mjög litla kennsluskyldu.

Og Helena er komin á þessa akademísku braut. Hún er orðin útgefin fræðikona. Bleugh. Til hamingju Helena!

23:32

(0) comments þriðjudagur, janúar 7
 
Vei! Edward er aftur kominn til New York. Smám saman fara því greinilega aðrir að koma til baka, svo ég get hætt að liggja í leti heima í sófanum mínum og lesa. Ekki það að mér hefur tekist það rosalega vel. Kemur í ljós að ég hef ekki lengur þessa þolinmæði sem ég hafði fyrir einu ári sína. Ég hef ekki lengur þennan hæfileika að setjast niður og týna mér í bók. Ég er orðinn social butterfly. gisp. Er farin að bjóða Edda velkominn heim. MazeltovCOB.

18:34

(0) comments
 
Furðulegt! Þegar ég gekk heim í kvöld var Broadway algjörlega tóm. Ekki sála var á ferli, og götuljósunum tókst ekki að hylja niðamyrkrið sem umkringir borgina klukkan þrjú að nóttu til. En hvað. Hvað sé ég? Hvítum sportbíl hefur verið lagt við götuna, undir brotnu umferðarljósi. Og appelsínugul umferðarkeila hefur verið sett ofan á þakið á bílnum. Ég yppi öxlum og held áfram, en hvað svo, það er einhver í bílnum. Án þess að vera of áberandi (því að klukkan þrjú um nóttina á tómri götu í New York borg, reynir kona að ganga sem hraðast og horfa sem minnst á annað fólk) sé ég... engan í bílnum. Ekki einu sinni bílstjórasætið. Það hefur verið lagt niður, einhver liggur greinilega í myrkrinu í hvíta sportbílnum með appelsínugulu umferðarkeiluna á þakinu og... og spilar kapal á fartölvu. How weird is that!

02:58

(0) comments mánudagur, janúar 6
 
competitive=kappsfullur samkvæmt nýju ensk-íslensku tölvuorðabókinni minni. Takk amma!

18:50

(0) comments
 
Ég gefst upp. Er farin að spila billjards eða skák. Vona bara að við Helen drepum hvora aðra ekki (erum báðar furðanlega competitive.)

18:49

(0) comments
 
Er ég eina manneskjan sem fer á Google til að kvarta yfir því að mér leiðist? Og vitið þið hvað. Google getur ekki hjálpað mér. Þegar ég skrifa "I am bored" og ímynda mér að stafirnir tali við mig á tölvuskjánum í tómri og vélrænni rödd nokkurs konar æææ aaaaaaam boooooooooorrrrd, þá fæ ég upp þessa massa leiðinlegu síðu sem fær mig til að leiðast jafnvel enn meira. Íslenska leitin "mér leiðist" kemur með aðeins skemmtilegri síður. Eftir þessar venjulegu algjörlega ólæsanlegar unglinga-ísensku-mérlíðursvoilla bloggsíður kemur upp síða sem vekur upp smá áhuga neðst niðri í maganum. Gott mál og vandað
- nokkur vandmeðfarin atriði í daglegu máli
. Þakka þér fyrir MA!

18:48

(0) comments
 
Það er allt eitthvað svo grátt þessa daganna. Jólasnjórinn lak í burtu í rigningunum miklu á nýársdag, og þó að snjórinn hafi reynt að snúa aftur, þá er umferðin í New York bara of mikil og gerir allt grátt og guggið. Og ég er að vera búin með skemmtibækurnar mínar sem ég var búin að spara fyrir jólin. Sem þýðir að ég á aðeins eftir að byrja að læra. gisp. Lífið er vont. Ég er núna í þriggja vikna fríi og kann ekki almennilega að meta það. Og síðan er Weasel að fara heim. Hans verður sárt saknað. Ég segi aðeins, við sjáumst að ári liðnu í Jerúsalem.

18:19

(0) comments sunnudagur, janúar 5
 
Stilted prose and monotonous vocabulary. C.O.B.

22:10

(0) comments
 
Já og ekki nóg með að ég muni ekki hvað Miklabraut heitir, þá er ég íslenski orðaforðinn minn farinn að minnka allsvakalega. Ég hef alltaf slett mikið á ensku, svo að engin breyting er þar á, nema hvað að fyrir hálfu ári, þá hefði ég geta sagt án umhugsunar hvað íslenska orðið fyrir ensku sletturnar mínar sé. Ekki lengur. Tungumálaslettur eru ekki lengur til að auka fjölbreytni og spennu í textanum sem ég skrifa. Það er ekki lengur neitt frelsi í slettuninni. Núna er notkun slettna orðin nauðsyn, til þess að ég geti fyllt upp í götin sem skapast þegar ég stari á tölvuskjáinn og reyni að koma heildstæðri hugsun frá mér á íslensku.

Já og fyrir utan það að ég er farin að skrifa málfræðilega vitlausan texta: tíð og fall passa oft ekki saman, stundum koma vitlausar forsetningar fyrir í textanum og já, ég held að ég hafi séð tvær stafsetningavillur nýlega. I am not amused. C.O.B.

22:09

(0) comments
 
Yessirree! Fór og hékk í Alphabet City í gærkveldi. Auðvitað myndi elsku Helena mín fá hjartaáfall ef hún vissi af því. Helena er manneskjan með rafmagnsbyssuna, og tvo mace-brúsa (annan af hverjum hún lofaði að gefa mér þangað til að ég varaði hana við því að ég væri kannski ekki besta manneskjan til að treysta fyrir brúsa af blindandi piparspreyi, þar eð mér finnst gaman að fikta í hlutum--lengi). En nóg um það. Stafrófsborg er nafnið á fimm breiðgötum á austurhluta Manhattaneyjunnar. Nafnið kemur til vegna þess að göturnar heita þeim frumlegum nöfnum Avenue A, B, C o.s.frv. Fyrir tíu árum var þetta ef til vill hættulegasta hverfi eyjarinnar. Núna er hverfið hins vegar orðið hipp og trendý og uppar flykkjast þangað í hrönnum til þess að fá húsnæði nálægt fjármálahverfinu án þess að borga milljón í leigu á mánuði. Hverfið er núna furðuleg blanda af kúl listamönnum, wannabe uppum, og genuinely scary people, sem hækkandi húsaleiga hefur ekki enn tekist að hrekja burtu úr hverfinu.

Anyways, Chris vinur minn, sem bauð mér í heimsókn til sín, býr þarna í jaðri hverfisins, á þeim mörkum þar sem Stafrófsborg verður að 1. breiðgötu. Chris er væntanlega klárasta lífvera sem ég á nokkurn tímann eftir að hitta. Maðurinn byrjaði að semja eigin tungumál, með eigin málaforða og málfræðireglum, þegar hann var átta ára. Þegar hann var í menntaskóla skilaði hann inn 120 blaðsíðna lokaritgerð í trúarbragðafræði þar sem hann lýsti samfélagi sértrúarsöfnuðs, ímynduðu tungumáli þeirra, samskiptareglum, trúarreglum, o.s.frv. Hann talar níu tungumál, ef ég giska rétt á, en þekkir til ótal fleiri. Hann er búinn að læra íslensku í sex mánuði, en er þegar farin að koma með innilega óþægilegar spurningar um beygingarkerfið, þar sem hann bendir á misræmi í reglunum, spyr mig af hverju á þeim stendur, og ég get aðeins yppt öxlum og sagt: "Just because". Já, og hann þekkir Piscataway, gamla bæinn minn í New Jersey. Kemur í ljós að hann var í Rutgersháskóla þegar við bjuggum á kampus, við pabbi mamma og Þórey systir. Við höfum getað slúðrað mikið um suburbia NJ. Öfga gaman. En nóg um það. Þetta var skemmtilegt kvöld. Við fengum okkur indónesískan mat og fórum síðan út að rölta með Mónu, litlum bolabítakríli sem hann á. Öfga stuð, þar sem ég hef aldrei fengið að halda í band á hundi á röltinu. Verð samt að segja on a sidenote, að eins og aðrir Bandaríkjamenn, þá á Krissi í pathólógísku sambandi við hundinn sinn. Og hann þekkti nöfnin á öllum hinum hundunum sem við hittum á gönguferðinni. Meget underligt!

Já, og ég er búin að vera frá Íslandi í fjóra mánuði. Ég á aldrei eftir að geta snúið til baka þar sem ég er greinilega ekki alvöru Íslendingur. Ég er þegar búin að gleyma öllu um Reykjavík. Þegar Krissi og ég sátum á klúbbnum Liquids að hlusta á vinkonu hans spinna diska, spurði hann mig hvar ég byggi í Reykjavík. Ég svara auðvitað sem svo, "near the big street that goes to the countryside" en hvað sem ég reyni, man ég ekki nafnið á götunni. Ég er svo pirruð yfir þessu að heilinn á mér gefur frá sér undarleg hljóð meðan ég hugsa og hugsa og hugsa og hugsa um götuheitið. Er byrjuð að fara í gegnum stafrófið til að athuga hvort það muni hjálpa mér (er komin upp að H. Hringbraut, nei, Hveragerði, nei) þegar Krissi kemur með kort af Reykjavík (ekki eins furðulegt og það hljómar. Hann býr tveimur húsum við hliðina á klúbbnum). Og Halló Miklabraut. Ég bjó við hliðina á þér í átta ár. Núna þarf ég bara að reyna að muna hvað gatan sem gamli Mikligarður, núverandi IKEA heitir. Ég var svo viss um að sú gata væri Miklabraut. Gisp. C.O.B.

21:56

laugardagur, janúar 4
 
The first rule of fight club is: You do not talk about fight club. The second rule of fight club is: you do not talk about fight club.

Í gær fæddist blygðunarlaust bandalag þriggja stelpna í myrkruðu bakherbergi í suddalegri byggingu á 113 stræti syndsamlegustu borgar heimsins. Félag svo leynilegt, að nafnið mun aldrei vera sagt upphátt eða skrifað niður. Takmarkið er auðvitað að taka yfir heiminn. Hvernig, munum við ekki afhjúpa fyrr en of seint er fyrir mannkynið að berjast á móti. Yfir áströlsku rauðvíni árgerð 2000 sverjum við hollustu okkar við félagið. Við staðfestum þessa hollustu þegar við störum á eldtungurnar sleikja einmana borðið í dimmu bakherberginu. Ein af okkur hamrar allar okkar vonir og væntingar í þrjá litla hringa, þrjá hárauða granatsteina sem hvíla á einföldu silfurbandi. Þrír hringar sem binda okkar eins fast og lögregluhandjárn myndu gera, hvor við aðra. Við eigum eftir að taka yfir heiminn. C.O.B.

14:23

(0) comments föstudagur, janúar 3
 
All right! Today is J.R.R. Tolkien's eleventy-first birthday! We shall of course raise a toast of single malt whisky in honor of this momentuous occasion!

18:01

(0) comments
 
Hef ekki yfirgefið íbúðina mína í tvo daga. Kemur í ljós að ég byrja ekki í skólanum fyrr en eftir þrjár vikur, og þar sem ég hef ekkert að gera þangað til nema lesa þessar fimmtíu bækur sem ég hef ætlað mér að lesa síðustu þrjá mánuði, er ég í góðum gír. Ég er í annarlegu ástandi. Ég hef ekki grænan grun hvaða vikudagur er í dag. Ég sef þegar ég þarf að sofa, sem þýðir að ég er búin að skipta svefninum í tvennt. For example. Vaknaði í morgun klukkan fjögur um nóttina eftir að hafa sofnað klukkan níu kvöldið áður. Las tvær bækur, fór í sturtu, borðaði morgunmat, lék mér í tölvunni, las eina bók og byrjaði á annarri, sofnaði aftur (tja, kannski um fjögurleytið), vaknaði (segjum klukkan níu), fékk mér kvöldmat, horfði á sjónvarp, hélt áfram að lesa, fór í tölvuna, þar sem ég er núna, og held að ég eigi eftir að sofna eftir svo sem þrjá tíma. C'est la vie! Líf letingjans. The life of the unemployed graduate student. La vie de la mouton. Hef þó komist að því að því meira sem kona liggur í leti, því þreyttari verður hún. Er því með mikil plön fyrir morgundaginn, að fara í billjard um hádegið áður en ég hef lestur.

00:22

(0) comments fimmtudagur, janúar 2
 
Já, annars, gleðilegt nýtt ár öll saman. Hittumst sæl á nýju ári o.s.frv.

08:49

(0) comments
 
Loksins loksins. Takmarkinu er náð. Ef leitað er í leitarvél af orðunum Derrida og formgerð og/eða rof, þá kem ég upp. Whooplee. Ég er talpípa goðsins heima á Íslandi.

08:49

(0) comments

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur